02.02.1984
Sameinað þing: 42. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2561 í B-deild Alþingistíðinda. (2229)

Þingsköp

Forseti (Helgi Seljan):

Út af beiðni hv. þm. vil ég taka það fram að mér þykir hún réttmæt og eðlileg. Þessari skýrslu mun hafa verið dreift hér skv. sérstakri beiðni úr ræðustól þingsins hér um að hún lægi fyrir þm. til aflestrar. Ég mun koma því á framfæri við rétta aðila að sú eðlilega málsmeðferð verði við höfð að þessu plaggi verði dreift hér á Alþingi á íslensku, og þykist ég vita að það muni auðsótt þar sem þetta plagg er komið svo skjótt á borð þm. eftir að þess var óskað.

Ég tek undir það atveg sérstaklega með hv. þm. hversu viðvera þm. almennt er slök, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ítreka það, sem hefur verið gert áður úr forsetastól af hv. aðalforseta Sþ., að þingskyldur þyrftu menn svo sannarlega að rækja betur og meir og af meiri samviskusemi en raun ber oft vitni um. Þessi dagur er kannske ekkert sérstakt dæmi frekar en aðrir dagar.