02.02.1984
Sameinað þing: 42. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2563 í B-deild Alþingistíðinda. (2233)

109. mál, ilmenitmagn í Húnavatnssýslum

Flm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Það er aðeins örstutt. Ég vil taka það enn og aftur skýrt fram, eins og hv. þm. vék að, að ég legg auðvitað áherslu á að allir kostir séu skoðaðir í þessu máli og að myndin sé sem ljósust. Þá fyrst er gagn að þessari athugun og ég vona að þá fyrsti skili hún líka árangri. En ég undirstrika að það er mín meining að allir kostirnir séu skoðaðir.