07.02.1984
Sameinað þing: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2624 í B-deild Alþingistíðinda. (2303)

168. mál, Kvikmyndasafn Íslands

Fyrirspyrjandi (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir ágætt svar. Ég vona að orð fyrrv. hæstv. ráðh., „innan skamms“, merki nú ekki í þessu tilviki það sama og svar fyrrv. hæstv. ráðh. sem sagði „áður en mjög langt um liður“.

En ég þakka að þetta mál er í skoðun. Flestum var okkur ljóst, sem frv. gerðum upphaflega, að þar um gæti orðið ýmis ágreiningur og við vorum auðvitað öll tilbúin að gera á því ýmsar breytingar og horfast í augu við að það mundi rn. gera líka. En aðalatriðið er að þessum málum verði komið í fastara horf en nú er. Ég ætla ekki að fara út í efnislega umr. um það fyrirkomulag nú. Ég geri það að sjálfsögðu við umr. þegar frv. verður lagt fram, en ég vona að það verði lagt fram svo að Alþingi.gefist kostur á að taka afstöðu til þess.