08.02.1984
Neðri deild: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2738 í B-deild Alþingistíðinda. (2352)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Vonandi verður gott samstarf í þessari hv. deild um að hraða afgreiðslu frv. um tekjuskatt og eignarskatt eins og kostur er á. Að sjálfsögðu er alveg rétt hjá hv. þm. Sighvati Björgvinssyni að frv. er seint á ferðinni. Fari að bera á því að fólk hafi ekki nógan frest til að skila sínu framtali mun ég beita mér fyrir því að framtalsfrestur verði rýmkaður.