05.03.1984
Efri deild: 57. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3341 í B-deild Alþingistíðinda. (2869)

220. mál, ábúðarlög

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Frv. til l. um breyt. á ábúðarlögum, nr. 64 31. maí 1976, er fyrst og fremst fylgifrv. með 4. dagskrármálinu, sem er um breytingu á jarðalögum nr. 65/1976, en það verður væntanlega tekið fyrir á eftir. Í því frv. er lagt til að landnámsstjórn verði lögð niður og reglum um viðurkenningu á nýjum býlum verði breytt þannig að samþykki landbrn. þurfi til að stofna nýtt býli til búvöruframleiðslu, enda séu uppfyllt ýmis skilyrði sem fram koma í frv.

Í 1. gr. ábúðarlaga er skilgreining á því hvað teljist jörð eða lögbýti í merkingu þeirra laga, en hins vegar er hvergi í lögunum almenn skilgreining á hugtakinu lögbýli. Meðal býla sem fatla undir lögbýtishugtakið í ábúðarlögunum eru viðurkennd nýbýli. Er frv. þetta flutt til að samræma þá skilgreiningu þeim reglum sem lagt er til að gildi um viðurkenningu á nýjum býlum skv. frv. til breytinga á jarðalögum sem ég minntist á áður. Það mun verða nánar skýrt í framsögu fyrir 4. dagskrámálinu.

Ég mun ekki fjölyrða frekar um þetta nú, en legg til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. landbn.