12.03.1984
Efri deild: 59. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3638 í B-deild Alþingistíðinda. (3045)

7. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Tómas Árnason):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. sjútvn. um frv. til l. um viðauka við lög nr. 44 25. maí 1976, um Fiskveiðasjóð Íslands. Frv. þetta er flutt til staðfestingar á brbl., sem voru sett 5. apríl 1983, en þá voru mikil vandamál uppi í sjávarútvegi eins og oft áður. Þáv. ríkisstj. tók um það ákvörðun að veita sjálfskuldarábyrgð á allt að 120 millj. kr. vegna vandamála í sjávarútvegi.

Sjútvn. leggur til að frv. verði samþykkt án breytinga. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 3. umr.