13.03.1984
Sameinað þing: 64. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3662 í B-deild Alþingistíðinda. (3067)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 12. mars 1984.

Geir Hallgrímsson, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér að óska þess, að 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Jóhanna Sigurðardóttir,

forseti Nd.

Guðmundur H. Garðarsson hefur að undanförnu setið á Alþingi og býð ég hann velkominn til áframhaldandi starfa.