15.03.1984
Sameinað þing: 66. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3779 í B-deild Alþingistíðinda. (3200)

2. mál, könnun á raforkuverði á Íslandi

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hæstv. iðnrh. hefur gert grein fyrir till. um rökstudda dagskrá. Hún er bæði skrifleg og of seint fram komin og þarf því að leita tvöfaldra afbrigða til þess að hún verði tekin á dagskrá. En áður en við göngum til atkv. um afbrigðin verður till. lesin upp. Hún er á þessa leið:

„Þar sem ítarleg úttekt fer nú fram á öllum þáttum orkuverðs og orkuverðsmyndunar á vegum iðnrn. og nefnda á vegum þess telur Alþingi ekki þörf á að samþykkja till. þessa og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“