06.04.1984
Neðri deild: 71. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4526 í B-deild Alþingistíðinda. (3861)

26. mál, fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum

Frsm. meiri hl. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hl. fjh.- og viðskn. um fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum. Þetta frv. er flutt til staðfestingar brbl. sem gefin voru út á sínum tíma. Fjh.- og viðskn. klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Nái. meiri hl. er þskj. 554 og hljóðar svo, með leyfi forseta:

N. hefur rætt málið á mörgum fundum og aflað margvíslegra upplýsinga, skriflegra og munnlegra. Meiri hl. n., undirritaðir nm., mæla með samþykkt frv. eins og það er lagt fram. Minni hl. mun skila séráliti.

Alþingi, 4. apríl 1984.“

Undir nál. rita Páll Pétursson, Þorsteinn Pálsson, Jón Magnússon og Halldór Blöndal. Eins og hæstv. forseti gat um hefur minni hl. ekki enn skilað nál. sínu og ég styð mjög eindregið hans ákvörðun um að ljúka ekki umr. fyrr en nál. liggur fyrir og minni hl. hefur gefist kostur á að mæla fyrir nál. sínu.