30.04.1984
Efri deild: 86. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4980 í B-deild Alþingistíðinda. (4393)

317. mál, tollskrá

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu frv. — litla frv. eins og hv. 1. flm., 2. þm. Austurl., tók til orða. Þetta er ekki lítið frv. Þetta er mjög stórt mál fyrir sem betur fer tiltölulega fámennan hóp. Á sínum tíma flutti ég hliðstætt frv., en kom því ekki í gegn á þann hátt sem ég hefði óskað. Þá átti ég mikil samskipti við þessa aðila. Eftir að ég varð ráðh. hafa þeir haft samband við mig og ég átt með þeim fund. Ég hef reynt að leysa þetta mál í rn., en skort heimildir til að afgreiða málið. Ég hef því ekkert annað um þetta mál að segja en að ég fagna framlagningu þessa frv. og legg að sjálfsögðu til að það verði samþykkt. Ég vona að það svari öllum þeim spurningum sem til mín var beint.