08.11.1983
Sameinað þing: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

456. mál, byggingarkostnaður við Þjóðarbókhlöðuna

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Um leið og ég þakka hv. þm. Karvel Pálmasyni, 3. þm. Vestf., fyrir áhuga hans á þessu mikilvæga máli vil ég svara þessu.

Fyrstu spurningunni, hve miklu fjármagni hefur verið varið til byggingar Þjóðarbókhlöðunnar, svara ég svo: Til byggingar Þjóðarbókhlöðu hefur verið varið 40 millj. 864 þús. kr. þegar framkvæmdum þessa árs við bókhlöðuna lýkur á næstu dögum. Þessi upphæð framreiknuð til verðlags á miðju ári nú er um 90 millj. kr.

Svar við annarri spurningunni: Framkvæmdakostnaður á árinu 1983 nam 19 millj. 237 þús. kr.

Í þriðja lagi er spurt: Hve miklu er reiknað með að verja til framkvæmda við bygginguna á árinu 1984? Svarið við því er í höndum Alþingis. Fjárlagafrv. liggur nú fyrir og þar er till. um 2 millj.