09.05.1984
Efri deild: 92. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5557 í B-deild Alþingistíðinda. (4809)

256. mál, hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég ætla mér nú ekki að lengja umr. um þetta mál, en vegna þess sem hv. síðasti ræðumaður gat um, og það er rétt að þetta bréf kom seint í hans hendur, sem hann las raunar upp og var að vitna til, held ég að ég sé ekki að brjóta neinn trúnað þó að ég skýri frá því að 2. umr. var frestað um einn dag eða tvo að beiðni hv. þm. Helga Seljans. Skrifaði hv. þm. vísu á nál. á þskj. 751, handskrifaða að vísu, í tilefni þess að hann bað mig að fresta umr. Vísan er svona:

Aðeins bíddu augnablik,

engin verða læti.

En ef þú tekur óvænt strik

áttu mig á fæti.

Þannig kvað Helgi Seljan.