11.05.1984
Efri deild: 94. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5706 í B-deild Alþingistíðinda. (5023)

221. mál, jarðalög

Skúli Alexandersson:

Herra forseti. Ég skal viðurkenna það að ég hef lítið skoðað þetta mál fyrr en nú á síðustu mínútum þegar ég fór að fletta frv. Og þá rak ég mig á einn hlut sem mér fannst nokkuð skrýtinn. Ég held að bændur hafi stundað búskap á Íslandi frá því að land byggðist en ekki rekið búskap. Það er hér hvert orðið á fætur öðru í þessu frv. þar sem talað er um búrekstraraðstöðu en ekki búskaparaðstöðu. Ég ætla aðeins að benda á þetta. Mér finnst þetta dálítið einkennileg málþróun.