16.05.1984
Neðri deild: 94. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6035 í B-deild Alþingistíðinda. (5408)

363. mál, kjaradómur í vinnudeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég get tekið undir þá skoðun hv. síðasta ræðumanns að ég tel að það sé ekki efni til þess undir þessum sérstaka lið að ræða almennt um vinnulöggjöfina. Ég get upplýst það að í þingflokki Framsfl. hafa engar umr. farið fram um breytingar á vinnulöggjöfinni og það má ekki líta á þetta frv. sem nokkurs konar undanfara að slíkum umr. Ég hef ekki frétt af neinum áformum ríkisstj. um breytingar á vinnulöggjöf í kjölfar þessa frumvarpsflutnings. Ég legg áherslu á að það var að því stefnt að þetta mál fengi greiðan gang í gegnum þingið og ég hafði vonað að menn gætu haldið sér á mottunni og séð sér fært að ráðast ekki á ræðustólinn meira en nauðsyn krefði.