17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6180 í B-deild Alþingistíðinda. (5588)

Um þingsköp

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég held að við verðum aðeins að gera okkur grein fyrir hvernig þetta mál snýr. Sennilega má verja það að mál, sem kemur frá einni deild til annarrar, þarfnist ekki nema einnar umr. En þar sem form. allshn. Nd. hafði boðað fund um málið telur maður að sjálfsögðu ólíklegt að málið sé afgreitt fyrr en sá nefndarfundur hefur farið fram og treystir því auðvitað að form. hafi boðað til þess fundar í samráði við hæstv. forseta þingsins. Annað væri með ólíkindum. Einhver mistök hafa hér gerst, að málið skyldi koma á dagskrá og einkum og sér í lagi til afgreiðslu áður en umræddum fundi lauk.