18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6231 í B-deild Alþingistíðinda. (5667)

Um þingsköp

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég get verið mjög stuttorður. Mér sýnist að hér sé á ferðinni og í uppsiglingu meiri háttar þinghneisa, hvernig hér er að málum staðið. Ég tek það enn og aftur fram að ég er ekki á neinn hátt að sakast um við virðulegan forseta okkar deildar, en allur málatilbúnaður hér og hvernig að er staðið er meiri háttar þinghneisa. Ég vil enn og ítrekað spyrja virðulegan forseta: Er ekki tryggt að þau lýðræðislegu vinnubrögð verði hér í heiðri höfð að þetta mál fái að ganga til atkv.?