18.05.1984
Neðri deild: 97. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6278 í B-deild Alþingistíðinda. (5722)

154. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. minni hl. (Kristín Halldórsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 967 sem hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Samtök um kvennalista telja að draga eigi úr miðstýringu og þá sérstaklega að færa valdið frá ríki til sveitarfélaga, auka vægi og vald landshlutasamtaka og dreifa ríkisstofnunum meira um landið. Að því ætti að vinna markvisst.

Undirrituð telur rangt að blanda misrétti vegna búsetu saman við vægi atkvæða í almennum kosningum, eins og meiri hl. alþm. virðist hlynntur, en áreiðanlega minni hluti kjósenda. Þetta frv. bætir litið það kerfi sem nú gildir um kjördæmaskipan og skiptingu þm. milli kjördæma. Með hliðsjón af framansögðu leggur minni hl. stjórnarskrárnefndar til að frv. þetta verði fellt.“

Ég ætla ekki að eyða tíma þingsins í málalengingar að sinni a. m. k. um þetta mál, en vísa til umr. hér í þinginu 9. maí s. l. þar sem ég fór fleiri orðum um þetta til frekari skýringar á afstöðu minni.