18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6293 í B-deild Alþingistíðinda. (5751)

Um þingsköp

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil aðeins andmæla því að ríkisstj. beiti sér fyrir rofi á nokkru samkomulagi þó að ráðh. æskti skýringa frá hæstv. forseta um það hvers vegna tiltekið samkomulagsmál sé ekki tekið fyrir þegar það af vangá var ekki tekið á dagskrá fyrir tveimur dögum og það samkomulag, sem hér er verið að tala um, er þegar búið að rjúfa fyrir klukkutíma.