21.05.1984
Neðri deild: 104. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6543 í B-deild Alþingistíðinda. (6096)

281. mál, útflutningsgjald af grásleppuafurðum

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég tala hér fyrir nál. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 43 30. apríl 1982, um útflutningsgjald af grásleppuafurðum, frá meiri hl. sjútvn. Það þarf ekki langt mál um þetta frv., það er svo stutt síðan sjútvrh. mælti hér fyrir því að mönnum er sjálfsagt enn í fersku minni hvað ráðh. lét frá sér fara um þetta mál. En nál. er þannig:

„Nefndin hefur rætt málið og leggur til að frv. verði samþykkt.

Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Gunnar G. Schram og Guðmundur Einarsson.“

Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Garðar Sigurðsson, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal og Ingvar Gíslason.