22.05.1984
Neðri deild: 107. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6562 í B-deild Alþingistíðinda. (6151)

Starfslok neðri deildar

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þetta er síðasti fundur í hv. þd. Ég vil leyfa mér að þakka hv. þdm. góða viðkynningu og samstarf á liðnu þingári og þá ekki síst umburðarlyndi hv. þdm. varðandi það sem betur hefði mátt fara af minni hálfu. Ég þakka varaforsetum alveg sérstaklega ómetanlega aðstoð, hvenær sem við hefur legið, svo og skrifurum sem inna af hendi mjög mikilvægt trúnaðarstarf í sambandi við fundarstjórn og fundareglu. Starfsfólki Alþingis þakka ég ágæta liðveislu við mig persónulega og allt sem varðar störf þessarar hv. þd. Skrifstofustjóra Alþingis, Friðjóni Sigurðssyni, vil ég á tímamótum þakka farsælt starf í þágu Alþingis um áratuga skeið, einnig ágæt persónuleg kynni við mig og mjög mikilsverða aðstoð í forsetastarfi.

Ég bið þm. og vandamönnum þeirra allra heilla og óska þeim góðrar heimfarar og heimkomu.