15.11.1983
Sameinað þing: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 856 í B-deild Alþingistíðinda. (706)

394. mál, bankaútubú

Fyrirspyrjandi (Stefán Benediktsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að spyrja hæstv. viðskrh. eftirfarandi spurningar.

„Hyggst viðskrh. beita sér fyrir endurskoðun á heimildum fyrrv. ríkisstj. til að opna 11 ný bankaútibú? Þessa er spurt í ljósi þess að bankamálanefnd lagðist gegn þessum leyfisveitingum á sínum tíma.“

Mér er það ljóst að hér liggja fyrir fleiri fsp. í þessa veru, og það kann að vera að hæstv. viðskrh. vilji nota tækifærið og svara þeim í heild sinni. En ég sé að flm. þeirra fsp. eru reyndar ekki viðstaddir. Ég held ég þurfi ekki að hafa um þetta fleiri orð. Spurningin felur í raun og veru allt það í sér sem segja þarf.