15.11.1983
Sameinað þing: 20. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (714)

9. mál, afsögn þingmennsku

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. þm. spurði hvort það hefði verið eðlilegra að hafa annan hátt á afgreiðslu þeirri sem gerð hefur verið á fyrsta dagskrármálinu og bera það undir þm. Svarið við þessu er neitandi. Þetta er mál sem forseta ber að kveða úrskurð upp um og úrskurðinn hefur verið kveðinn upp og því er hafnað beiðni um atkvgr.

Hitt atriðið sem hv. þm. vék að var að hv. 6. þm. Reykv. Ellert B. Schram hafi ekki setið í nefndum að undanförnu. (StB: Það var ekki um það að ræða. Kjörbréf hans hefur ekki verið afgreitt með atkvgr. hér á þingi.) Já, ég ætla að koma líka að því. Mér fannst að hv. þm. viki að nefndarstörfum í tali sínu.

Hv. þm. Ellert B. Schram hefur verið kosinn í nefndir og kjörbréf hans var samþykkt af Alþingi 10. október s.l., þannig að hér er um misskilning að ræða.