17.11.1983
Sameinað þing: 21. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

372. mál, bráðabirgðasamningur milli Íslands og SwissAluminium

Iðnrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Um nærri þriggja ára skeið hafa staðið yfir alvarlegar deilur milli íslenskra stjórnvalda annars vegar og Swiss Aluminium Ltd. (Alusuisse) hins vegar um skattamál Íslenska álfélagsins hf. (Ísal). Hefur sú deila jafnframt tengst mjög kröfum Íslendinga um hærra orkuverð frá Ísal.

Hinn 31. júlí 1981 skipaði þáv. iðnrh. sérstaka nefnd, álviðræðunefnd, til að eiga viðræður við Alusuisse um skoðanaágreining fyrirtækisins og ríkisstj. vegna samninga aðilanna um álbræðsluna í Straumsvík og endurskoðun á þeim samningum.

Á síðari hluta árs 1981 áttu fulltrúar Alusuisse tvo fundi með álviðræðunefndinni án þess að árangur næðist við lausn deilumálanna. Fyrrv. iðnrh. átti tvo fundi með fulltrúum Alusuisse á fyrri hluta árs 1982, sömuleiðis án árangurs. Það sem helst strandaði á í viðræðum þessum var að fulltrúar Alusuisse neituðu að taka upp viðræður um breytingar á aðalsamningi eða orkusölusamningi nema fyrst væri útkljáð deilumál varðandi fortíðina, sérstaklega hvað varðaði ásakanir um sviksamlegt athæfi af hálfu félagsins. Með bréfi, dags. 27. okt. 1982, staðfesti forsrn. við Alusuisse að af hálfu ríkisstj. hefðu ekki verið uppi ásakanir um sviksamlegt athæfi af hálfu Alusuisse varðandi verðlagningu á súráll og öðrum aðföngum. Í svarbréfi Alusuisse til forsrh., dags. 5. nóv. 1982, lýsir fyrirtækið yfir vilja sínum til að setjast að samningaborði og ræða samskiptamál fyrirtækisins og íslenskra stjórnvalda. Þessu bréfi var síðan fylgt eftir með öðru bréfi, dags. 10. nóv. 1982, þar sem Alusuisse setur fram tillögur um málsmeðferð til lausnar á deilunni. Tillögurnar voru í tveimur meginköflum annars vegar um lausn deilumála vegna skattgreiðslna Ísats og hins vegar um framtíðarsamskipti aðila, þar með talin endurskoðun raforkusamningsins.

Samkvæmt tillögunum var gengið út frá því, að ná mætti samkomutagi í aðalatriðum á fyrsta ársfjórðungi 1983. Þann 22. nóv. 1982 kom dr. Paul Müller, þáv. formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse, á fund þáv. iðnrh. Hjörleifs Guttormssonar. Lítið miðaði í samkomulagsátt á þeim fundi, en ákveðið var að aðilar hittust aftur í Reykjavík 6. og 7. des. 1982. Iðnrh. gerði álviðræðunefnd grein fyrir gangi viðræðnanna þar sem fram kom að samningshorfur væru að hans mati mjög neikvæðar.

Í viðræðum iðnrh. við forráðamenn Alusuisse 6. og 7. des. 1982 náðist enginn árangur. Í kjölfar þessa sagði Guðmundur G. Þórarinsson alþm., fulltrúi Framsfl., sig úr álviðræðunefnd. Guðmundur hafði skömmu áður lagt fram í álviðræðunefnd tillögur til málamiðlunar, sem hann taldi að hefðu getað orðið grundvöllur til lausnar deilunnar. En iðnrh. neitaði að gera þær að sínum.

Í byrjun mars s.l sameinuðust allir meðlimir atvmn. Alþingis, nema fulltrúi Alþb., um till. til þál. um að skipa nýja viðræðunefnd við Alusuisse og um samningsgrundvöll. Þar með virtist orðin veruleg samstaða á Alþingi um að ganga til samninga við Alusuisse á ofangreindum grundvelli. Þingflokkur Alþb. lagðist gegn þessari þáltill. Hins vegar lögðu þm. Alþb. í Nd. fram frv. til l. um leiðréttingu orkuverðs til Ísals. Ekki vannst tími til að afgreiða ofangreinda till. atvmn. á síðasta löggjafarþingi.

Með bréfi, dags. 18. apríl 1983, ákvað fjmrn. að endurákvarða framleiðslugjald Ísals aftur í tímann (árin 1976–1980) enn frekar en gert var í sept. 1981 og des. 1982. Krafist var greiðslu á viðbótarsköttum, áföllnum vöxtum, ásamt viðurlögum, fyrir 1. maí að viðlögðum lögtaksaðgerðum. Í framhaldi af þessu vísaði Alusuisse málinu í alþjóðlegan gerðardóm með bréfi dags. 29. aprl 1983 (International Center for the Settlement of Investments Disputes). Féllst iðnrn. á það fyrir sitt leyti með bréfi dags. 9. maí 1983.

Fljótlega eftir myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar skipaði iðnrh., með bréfi dags. 14. júní 1983, sérstaka nefnd, samninganefnd um stóriðju, til þess að annast viðræður og samninga um orkufrekan iðnað, eftir nánari ákvörðun iðnrh. hverju sinni. Í nefndina voru skipaðir dr. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og dr. Gunnar G. schram prófessor og alþm. Með nefndinni hefur starfað Páll Flygenring ráðuneytisstjóri. Ritari nefndarinnar hefur verið Garðar Ingvarsson hagfræðingur og lögfræðilegur ráðunautur Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður.

Fyrsta ætlunarverk nefndarinnar var að hefja viðræður við Alusuisse með það fyrir augum að komist yrði að samkomulagi um meðferð deilumála fyrirtækisins og íslenska ríkisins, að orkuverð yrði hækkað og viðræður hafnar milli aðila um endurskoðun gildandi samninga um rekstur álbræðslu Íslenska álfélagsins í Straumsvík.

Fyrsti fundur nefndarinnar með samninganefnd Alusuisse og Ísal var síðan haldinn í Reykjavík þann 24. júní 1983. Á þeim fundi voru til umræðu deiluefni aðila og leiðir til að leysa þau samtímis því að viðræður yrðu hafnar um endurskoðun núgildandi samninga um rekstur álbræðslunnar í Straumsvík. Á þessum fundi tókst samkomufag um að tvískipta samningaviðræðunum. Í fyrsta lagi mundu aðilar einbeita sér að því að gera bráðabirgðasamning þar sem m.a. yrði ákveðið um meðferð á deilumálum um skattgreiðslur Ísals og samið um byrjunarhækkun á orkuverði. Í öðru lagi að semja um hvernig staðið yrði að frekari viðræðum m.a. um endurskoðun orkusamnings og annarra þátta núgildandi samnings, auk viðræðna um stækkun álbræðslunnar o. fl.

Viðræðunefndir aðila hittust síðan fjórum sinnum: Í Reykjavík 24. júní og 21. og 22. júlí, 19. ágúst í London og 6. og 7. september í Zürich. Á fundinum í Zürich tókst samkomulag um bráðabirgðasamning, háðan samþykki ríkisstjórnar Íslands og stjórnar Alusuisse. Á fundi sínum 13. sept. s.l. staðfesti ríkisstj. bráðabirgðasamninginn fyrir sitt leyti. Samþykki stjórnar Alusuisse lá þegar fyrir. Samningurinn var undirritaður af iðnrh. hinn 23. sept. 1983.

Í skýrslu samninganefndar um stóriðju til iðnrh., dags. 11. sept. 1983, er m.a. gerð svofelld grein fyrir bráðabirgðasamningnum:

1. kafli bráðabirgðasamningsins fjallar um lausn deilu ríkisstj. og Alusuisse út af framleiðslugjaldi Ísals fyrir árin 1976–1980. Viðræður um þetta mál hafa ekki leitt til neinnar sameiginlegrar lausnar fram að þessu, og í vor vísaði Alusuisse deilunni um framleiðslugjaldið í alþjóðlegan gerðardóm (ICSID í Washington) í samræmi við mgr. 47.01 í aðalsamningi milli ríkisstjórnar Íslands og swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík, eftir að fjmrn. hafði hafið innheimtuaðgerðir á hendur Ísal. Í inngangsorðum fyrirliggjandi bráðabirgðasamnings segir, að þótt hvor aðili um sig sé reiðubúinn til að halda áfram málinu fyrir hinum alþjóðlega gerðardómi kjósi samningsaðilar fremur að leysa úr deilunni á vinsamlegri og skjótari hátt, og fjallar 1. kafli bráðabirgðasamningsins um fyrirkomulag þeirrar lausnar.

Aðilar munu setja á stofn þrjár dómnefndir, sem hver um sig skal fjalla um tiltekin atriði núverandi deilumála. Jafnframt er í þessum kafla að finna ákvæði um það, að gerðardómsmálinu fyrir hinum alþjóðlega gerðardómi í Washington skuli þegar í stað frestað og þegar dómnefndirnar þrjár hafa skilað áliti skuli málið endanlega fellt niður.

Í fyrsta kafla bráðabirgðasamningsins eru einnig ákvæði um að álitsgerðir og niðurstöður dómnefndanna skuli vera endanlegar og bindandi fyrir aðilana, eins og úrskurður gerðardóms samkvæmt 47.03 gr. aðalsamnings.

Dómnefndirnar verða allar skipaðar þremur sérfræðingum og mun hvor aðill tilnefna einn mann í hverja dómnefnd, en formaðurinn verður tilnefndur með samkomulagi milli hinna tveggja dómnefndarmanna sem aðilarnir hafa tilnefnt.

Fyrsta dómnefndin mun skila álitsgerð um grundvallaratriði ágreinings aðila, sem er beiting á ákvæðum mgr. 27.03 í aðalsamningnum, og um það atriði hvort túlka eigi og beita mgr. 2.03(a) í aðstoðarsamningi, um rekstur álversins, með tilliti til ofangreindrar mgr. í aðalsamningnum og þá að hvaða leyti. Í áliti nefndarinnar skal einnig gefa til kynna þá aðferð sem viðhafa ber á árunum 1976 til og með 1980 til að ákveða verð á hráefnum með tilliti til skattskyldu og þá nógu greinilega til að unnt sé að framkvæma útreikning á framleiðslugjaldinu sem um er að ræða. Hér er um að ræða deilu um það, með hvaða hætti skuli reikna hið svokallaða verð milli óskyldra aðila. Þessari dómnefnd er enn fremur falið að skila álitsgerð um hvort ríkisstj. eigi rétt til þess eftir atvikum að endurskoða reikninga Ísals frá árunum 1976 til og með 1979 og leggja á framleiðslugjald aftur í tímann á grundvelli þeirrar endurskoðunar. Formaður þessarar dómnefndar skal vera af öðru þjóðerni en aðilar samningsins.

Samkvæmt mgr. 1.2 í bráðabirgðasamningnum munu aðilarnir á sama hátt skipa dómnefnd þriggja íslenskra skattasérfræðinga, sem skila mun áliti um þau bókhalds- og skattatæknilegu atriði sem deilt er um. Þessi dómnefnd mun fjalla um hvernig reikna skuli afskriftir af gengistöpum Ísals, afskriftatíma fjárfestinga Ísals í mengunarvarnabúnaði, rétt Ísals til að ákveða að leggja framtag í sérstakan varasjóð árin 1976 til og með 1980 ef til endurálagningar skatts kemur og rétt ríkisstj. til að leggja á eða gera kröfur um sektarálag vegna framleiðslugjalds áranna 1976 til og með 1980.

Ég vil geta um mannaráðningar og skipan í dómnefndir sem um hefur verið getið í framansögðu. Þegar bráðabirgðasamningurinn við Alusuisse lá fyrir skipaði iðnrh. þrjá lögfræðinga til að reka skattamálið af Íslands hálfu, sbr. 1. kafla samningsins. Í þá nefnd voru skipaðir Ragnar Aðatsteinsson hrl., Eiríkur Tómasson hdl. og Halldór J. Kristjánsson deildarstjóri og lögmaður í iðnrn.

Þann 12. okt. 1983 áttu lögmennirnir fund með fulltrúum Alusuisse til að ræða málsmeðferðina við lausn skattadeilunnar og í framhaldi af þeim fundi skipuðu aðilar dómnefndarmenn í dómnefndir.

Í fyrsta lagi var skipuð dómnefnd lögfræðinga samkvæmt 1. kafla í bráðabirgðasamningnum, en sú dómnefnd á að úrskurða um túlkun á greinum aðalsamnings og aðstoðarsamnings er varða verðlagningu á aðföngum til Ísats 1976 til 1980 og um endurálagningu framleiðslugjaldsins þess vegna, eins og ég gat um áðan.

Alusuisse tilnefndi með bréfi, dags. 19. okt. 1983, Don Silverman lögmann í New York til að taka sæti í dómnefndinni. Með bréfi, dags. 24. okt. 1983, var prófessor stantey Surrey við Harvard-lagaháskótann í Bandaríkjunum tilnefndur af Íslands hálfu í dómnefndina. Samkvæmt bráðabirgðasamningnum munu dómnefndarmenn tilnefndir af aðilum koma sér saman um oddamann. Er vonast til að þeir muni ná samkomulagi um oddamann innan fárra daga og kann það þegar að hafa náðst þó ég hafi ekki upplýsingar um það.

Með bréfi, dags. 17. okt. s.l., var Ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi tilnefndur af Íslands hálfu til að taka sæti í dómnefnd íslenskra skattasérfræðinga samkvæmt gr. 1.2 í bráðabirgðasamningnum. En sú dómnefnd á að úrskurða um önnur afmörkuð skattaleg deilumál sem uppi eru milli aðila. Með bréfi, dags. 19. okt. s.l., tilnefndi Alusuisse Sigurð Stefánsson lögg. endurskoðanda í dómnefnd þessa. Dómnefndarmenn hafa komið sér saman um oddamann, Guðmund Skaftason hrl. og lögg. endurskoðanda, og hefur dómnefnd þessi þegar hafið störf.

Það meginsjónarmið hefur verið sett fram við rekstur málsins að fá úrskurð í málinu með sem fljótvirkustum hætti, þannig að fá megi lausn á deilu þessari innan þeirra tímamarka sem í samningnum greinir. Rík áhersla hefur jafnframt verið lögð á að mátsmeðferðin verði vönduð og að réttlát niðurstaða fáist. Ljóst er að deilan um skattagreiðslur Ísals er flókin, sérstaklega hvað varðar ákvörðun um verðlagningu á súráli og rafskautum til Ísals. Því er hugsanlegt að úrlausn þessa máls taki eitthvað lengri tíma en gert er ráð fyrir í bráðabirgðasamningnum.

Þegar úrskurðir dómnefndanna samkvæmt grein 1.1 og 1.2 í bráðabirgðasamningnum liggja fyrir mun nefnd endurskoðenda framkvæma lokaútreikning á sköttum Ísats árin 1976–1980.

Þriðja dómnefndin, sem hér um ræddi, er skipuð verður samkvæmt mgr. 1.6 í bráðabirgðasamningnum, skal framkvæma þá endurútreikninga framleiðslugjalds Ísals sem nauðsynlegir kunna að verða vegna áranna 1976 til og með 1979 og vegna ársins 1980, eftir að fyrri dómnefndirnar hafa skilað álitsgerðum sínum.

Í samningnum er kveðið svo á, að aðilar skuli skipa fyrst töldu dómnefndirnar tvær innan fjögurra vikna frá undirskrift bráðabirgðasamningins og að þessar dómnefndir skuli skila áliti ekki síðar en sex mánuðum eftir að þær hafa verið skipaðar, og hefur verið að þessu vikið áður. Þriðja dómnefndin skal skipuð innan tveggja vikna eftir að álitsgerðir fyrri dómnefndanna liggja fyrir og skal hafa lokið verki sínu innan þriggja mánaða frá skipun hennar.

Það er álit samninganefndarinnar, að hér hafi verið samið um einfaldari og mun hraðvirkari leið en þá, að málinu verði haldið áfram fyrir ICSID-stofnuninni í Washington. Niðurstöður munu liggja fyrir innan eins árs, en hefðu ella sjálfsagt dregist í tvö til þrjú ár, og á þeim tíma hefði ekki verið hægt að semja um endurskoðun á gildandi samningum milli aðila. Nefndin vill einnig vekja athygli á því, að hér er gert ráð fyrir að íslenskir aðilar starfi að verulegu leyti í dómnefndunum. Þannig er dómnefndin sem kveða skal upp úrskurð um skatta- og bókhaldstæknileg atriði eingöngu skipuð Íslendingum. Einnig er það skoðun nefndarinnar, að bæði vegna styttri tíma og annarra ástæðna muni kostnaður vegna dómnefndanna verða mun lægri en orðið hefði ef málið hefði verið rekið fyrir ICSID-stofnuninni.

2. kafli bráðabirgðasamningsins fjallar um þá ákvörðun aðilanna að taka nú þegar upp samningaviðræður um endurskoðun á ýmsum þáttum og skilmátum gildandi samninga um rekstur álbræðslunnar í Straumsvík. Í samningnum eru talin upp eftirfarandi atriði, en sérstaklega er tekið fram að samningaviðræðurnar verði ekki einskorðaðar við þau:

1. Fram skulu fara viðræður um endurskoðun orkuverðs og annarra ákvæða orkusölusamningsins, og er tekið fram að til viðmiðunar skuti hafður orkukostnaður áliðnaðarins í Evrópu og Ameríku og samkeppnisaðstaða álframleiðslunnar á Íslandi.

2. Fram skulu fara viðræður um endurskoðun framleiðslugjaldsins í þeim tilgangi að gera ákvæðin skýrari og hentugri til notkunar á tímum verðbólgu, auk þess að reynt verði að gera ákvæðin þannig úr garði að í framtíðinni komi ekki að nýju til deilu um skattgreiðslur, sem kastað geti skugga á gott samband milli aðila.

Auk þess verður fjallað um stækkun álversins í tveimur áföngum og rétt ríkisins til þess að gerast hluthafi í Íslenska álfélaginu hf. Enn fremur er gert ráð fyrir samningum um rétt til handa Alusuisse að selja einum eða fleiri nýjum hluthöfum allt að 50% hlutafjár Ísals í stað 49% eins og nú er samkv. 22. gr. aðalsamnings. Slík sala yrði eftir sem áður háð samþykki íslenskra stjórnvalda.

Í samningnum er tekið fram, að það sé ætlun aðila að orkuverðið skuli háð vísitölu, sem nánar á eftir að semja um, og að endurskoðaður raforkusamningur skuli í upphafi gilda í 15 ár.

Samkvæmt bráðabirgðasamningnum mun Alusuisse gera hagkvæmniathugun varðandi byggingu rafskautaverksmiðju í Straumsvík og einnig hagkvæmniathugun um stækkun steypuskála verksmiðjunnar.

Samkvæmt samningnum munu aðilar reyna að ná samkomulagi um endurskoðun og breytingu núgildandi samninga ekki síðar en 1. apríl n.k. Það er álit samninganefndarinnar, að hér verði um flókna og vandasama samninga að ræða og að telja verði óvíst að takast megi að ljúka samningum á þeim tíma sem tiltekinn er, þótt einskis verði látið ófreistað í því efni. Að öðru leyti er ljóst að samkv. ákvæðum 2. kafla samkomulagsins verða öll atriði núgildandi samninga til umræðu og breytinga ef aðilar óska og geta náð saman um slíkar breytingar.

Til að greiða fyrir hinum eiginlegu viðræðum um endurskoðun samninga samkv. 2. kafla bráðabirgðasamningsins hafa aðilar komið sér saman um tilteknar bráðabirgðaaðgerðir, sem fjallað er um í 3. kafla samningsins. Þessar bráðabirgðaaðgerðir eru þríþættar. Fyrir Ísland skiptir þar mestu máli ákvæði málsgr. 3.1 um breytingu á orkuverði. Samkv. þessari málsgr. mun Ísal greiða afturvirkt frá 1. júlí s.l. álag á gildandi orkuverð sem nemur 1,025 US mill á hverja kwst. orku, þannig að heildarverð frá þeim tíma verður 7.5 US mill á hverja kwst., en 1 mill er eins og hv. alþm. vita 1/1000 úr Bandaríkjadal. Við undirskrift samningsins hækkar verðið um 2 US mill á kwst., þannig að heildarverð á hverja kwst. orku frá þeim tíma verður 9.5 US mill. Þessi hækkun er, miðað við núgildandi gengi, um 8.5 aurar á hverja kwst., er samsvarar 46.7% hækkun þannig að heildarverð á hverja kwst. verður nú 26.6 aurar. Miðað við mánaðarlega meðalnotkun álbræðslunnar, sem nemur um 115 gwst., verður árleg tekjuaukning Landsvirkjunar þá 4 millj. 174 þús. og 500 Bandaríkjadalir, sem samsvarar rúmlega 117 millj. kr. á núverandi gengi.

Auk ofangreindrar hækkunar á orkuverði, sem er föst og ekki bundin við neina viðmiðun, kemur fram, samkv. málsgr. 3.1.3, viðbótarhækkun sem nemur 0.5 US mill á hverja kwst. háð þróun álverðs á málmmarkaðnum í London. Þessi hækkun tekur gildi þegar þriggja mánaða verð á markaðnum hefur verið í 20 skráningardaga samfleytt 78 US cent á hvert enskt pund áts. Þetta verð hefur að undanförnu verið rétt um 77 cent hvert pund — að vísu er þetta dálítið breytt frá því að þessi skýrsla var gerð — og virðist ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að innan skamms verði verðið komið upp í 78 cent, þannig að hækkun orkuverðsins í 10 mill á hverja kwst. taki gildi á attra næstu mánuðum. Þessi viðbótarhækkun getur gengið til baka ef álverðið hefur, á sama hátt og lýst er hér að ofan, verið undir 78 centum á hvert enskt pund í 20 skráningardaga samfleytt. Viðbótartekjur Landsvirkjunar vegna þessarar hækkunar nema á ársgrundvelli 690 þús. dollurum eða 19.3 millj. kr. miðað við núverandi gengi. Fastlega er búist við, eins og hér segir, að þetta verð muni haldast á þeim tíma sem gert er ráð fyrir að þessi bráðabirgðasamningur verði í gildi, þegar því hefur einu sinni verið náð. Hefur þá hækkun orkuverðs frá núgildandi samningum orðið 54.5% og viðbótartekjur Landsvirkjunar af orkusölu til Ísals um 137 millj. kr. Til samanburðar skal þess getið, að meðalverð á orkusölu norsku ríkisrafveitnanna til álbræðslu í Noregi er nú 9.5 US mill á hverja kwst. og það verð (í norskum kr.) er bundið til 1. júlí 1987. Verðið sem Söral, dótturfyrirtæki Alusuisse í Noregi, greiðir í dag er 9.9 US mill á kwst. og er það verð á sama hátt bundið til 1. júlí 1987.

Þær hækkanir á orkuverði sem hér hefur verið lýst breyta ekki núgildandi orkusölusamningi Landsvirkjunar, þannig að ef svo færi að orkuverð samkv. verðhækkunarviðmiðun þess samnings færi upp fyrir þau 10 US mill sem hér eru til umr. á samningstímanum, þá mundi það verð hækka. Aftur á móti er fremur ólíklegt að slíkt gerist, því að til þess þarf skráð heimsmarkaðsverð á áli (Alcan-verð), sem er viðmiðunin, að hækka úr 79 centum í 150 cent á hvert enskt pund.

Annað bráðabirgðaákvæði samkv. samningnum er varðandi yfirlýsingu beggja aðila um áhuga þeirra á stækkun álbræðslunnar við fyrstu hentugleika um 80 megawött eða 50%. Í kaflanum er að finna yfirlýsingu aðila um að samningaviðræður hefjist nú þegar um slíka stækkun, en hún verður háð því að aðilar komist að samkomulagi um skilmála sem þeir telji hagstæða. Hér er nánast um ítrekun á ákvæðum 2. kafla um endurskoðun samninga að ræða.

Í þriðja lagi er í kaflanum um bráðabirgðaaðgerðir að finna ítrekun á yfirlýsingu í 2. kafla samningsins um rétt Alusuisse til að selja allt að helmingi hlutafjár í Ísal, háð samþykki ríkisstj. Einnig er þar að finna fyrirheit um að Alusuisse verði heimilað að flytja hlutabréf sín í Ísal að einhverju leyti eða öllu til eins eða fleiri dótturfyrirtækja, sem séu beint eða óbeint að öllu leyti í eigu Alusuisse. Ríkisstj. heitir því að flytja á næsta Alþingi frv. til l. um nauðsynlega breytingu á aðalsamningi aðila til að þetta sé kleift. Jafnframt er að finna í 4. kafla samningsins ákvæði um að slík lagabreyting taki ekki gildi fyrr en heildarsamningar samkv. 2. kafla bráðabirgðasamningsins hafa tekist. Gengur þessi heimild því að öllu leyti til baka ef heildarsamkomulag næst ekki.

Eins og fram hefur komið hér að ofan er mikilvægust þeirra bráðabirgðaaðgerða sem taka gildi við undirskrift samningsins sú, að orkuverð, sem Ísal greiðir Landsvirkjun, hækkar nú þegar um tæplega 47% og líklega síðar á þessu ári um tæplega 55%. Önnur ákvæði þessa kafla eru nánast ítrekun á efnisatriðum sem tekin verða til meðferðar við heildarendurskoðun samningsaðilanna.

4. kafli samningsins fjallar um gildi samningsins, gildistíma og uppsagnarákvæði. Þar er tekið fram að bráðabirgðasamningurinn hafi þann megintilgang að auðvelda endurskoðun gildandi samninga milli aðila, en jafnframt eru nokkur atriði samningsins sem hafa gildi áfram þó að samningnum sé sagt upp. Á þetta einkum við um úrskurð deilumála aðila, sem nú eru fyrir ICSID-gerðardómnum í Washington og um lagabreytingu þá sem fyrirhuguð er og lýst hefur verið hér að ofan, náist heildarsamkomulag.

Gildistími samningsins er ákveðinn í málsgr. 4.4. Samningurinn getur fallið úr gildi með tvennum hætti: Annars vegar við gildistöku endurskoðaðs aðalsamnings og viðbótarsamninga við hann og hins vegar með því að annar hvor aðilinn segi samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara, en þó í fyrsta lagi níu mánuðum eftir að samningurinn var undirritaður, sem þýðir að uppsögn gæti í fyrsta lagi komið til framkvæmda tólf mánuðum eftir gildistöku. Það er álit nefndarinnar að þrátt fyrir þessi ákvæði sé mjög ólíklegt að til uppsagnar komi af hálfu Alusuisse. Í uppsagnarréttinum hefur íslenska ríkið jafnframt þann varnagla, að það sem nú er um samið er aðeins áfangi og á ekki að gilda til frambúðar.

Hér að framan hefur bráðabirgðasamningi þeim, sem samninganefnd um stóriðju hefur náð við Alusuisse, verið lýst í megindráttum. Jafnframt hefur komið fram mat og álit samninganefndarinnar á einstökum liðum bráðabirgðasamningsins. Það er álit samninganefndarinnar, að bráðabirgðasamningur sá sem hér liggur fyrir sé vei viðunandi fyrir Íslendinga. Það er ljóst að með þessum samningi er einungis stigið fyrsta skrefið í samningaviðræðum við Alusuisse um framtíð álbræðslunnar í Straumsvík. Fram undan eru víðtækari og mun flóknari samningar um það mál, auk þess sem mikinn undirbúning þarf nú þegar vegna málarekstrar fyrir þeim dómnefndum sem gert er ráð fyrir að settar verði á stofn samkv. þessu samkomulagi. Um úrslit væntanlegra samninga verður á þessu stigi engu spáð, en svo virðist að Alusuisse hafi áhuga á samvinnu við íslensk stjórnvöld í framtíðinni. Fyrirtækið hefur aftur á móti greinilega ekki enn samstarfsaðila fyrir væntanlega stækkun á hendi og það treystir sér ekki eitt sér í stækkunina. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðræðufundur aðila í annarri umferð verði, eins og hér stendur, seint í okt., sem og varð. Á þeim fundi voru gerðar áætlanir um framhald samningaviðræðnanna og áformað að einn samningafundur verði haldinn í mánuði hverjum, ýmist hér á landi, í Sviss eða miðja vegu, í London.

Frv. til l. í samræmi við kafla 4.2 í bráðabirgðasamningnum verður lagt fyrir Alþingi innan tíðar.