21.11.1983
Sameinað þing: 22. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 942 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman til fundar og tekið fyrir þrjú kjörbréf, kjörbréf Kristófers Más Kristinssonar kennara í Reykholti, 1. varamanns landskjörinna þm. BJ, sem mun taka sæti Kolbrúnar Jónsdóttur, sem er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna, kjörbréf Þórðar Skúlasonar sveitarstjóra á Hvammstanga, sem mun taka sæti Ragnars Arnalds, 3. þm. Norðurl. v., sem er farinn utan til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna, og kjörbréf Ólafs Ragnars Grímssonar, 1. varamanns Alþb. í Reykjavík, sem mun taka sæti Guðmundar J. Guðmundssonar, 7. þm. Reykv., sem hefur tilkynnt veikindaforföll.

Kjörbréfanefnd mælir með því að þessi kjörbréf öll verði tekin gild.