17.12.1984
Efri deild: 33. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2061 í B-deild Alþingistíðinda. (1500)

235. mál, Háskóli Íslands

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Hæstv. forseti. Ég kveð mér hljóðs einungis til að þakka hv. menntmn. fyrir að hafa tekið einróma undir þetta mál sem hér liggur fyrir og þar með stuðlað að því sem við teljum vera til eflingar Háskólanum og líka um leið til eflingar atvinnulífi með því að tengja stofnun þessa betur atvinnulífinu í landinu.

Ég tek fram, hæstv. forseti, að sú till. sem nefndin hefur gert er til bóta, að því er ég tel, og gerir málið allt skýrara.