19.12.1984
Neðri deild: 33. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2236 í B-deild Alþingistíðinda. (1749)

192. mál, málefni aldraðra

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég var kominn þar máli mínu að fara hér aðeins yfir málefni aldraðra varðandi lífeyri þeirra og kaupmátt elli- og örorkulífeyris og tekjutryggingar gagnvart lyfjakaupum og læknishjálp. En ég hafði beðið um að hæstv. fjmrh. yrði kallaður hér inn til þess að ég gæti rætt ákveðið mál við hann. Það er að vísu af nógu að taka hér í þessum málaflokki þannig að það er út af fyrir sig hægt að ræða hann nokkuð lengi, miðað við forsendur málsins. (Forseti: Ef ég má aðeins grípa inn í ræðu hv. þm., þá hafa mér enn borist fregnir af því að hæstv. ráðh. sé í ræðustól eins og er. Ef hv. þm. vill fresta ræðu sinni þá er annar hv. þm. á mælendaskrá.) Já, ég er reiðubúinn til þess, herra forseti.