29.01.1985
Sameinað þing: 40. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2404 í B-deild Alþingistíðinda. (1895)

196. mál, skattar verslunarinnar

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er venja að taka fyrirspurnir á dagskrá þegar liðinn er sá tími skv. þingsköpum að það á að svara fsp., og það er gert ráð fyrir að ráðherrar svari fsp. ef þeir hafa ekki tilkynnt um að þeir geti það ekki. Nú hefur komið fram tilkynning um að það er ekki hægt að svara fsp. og þá verður fsp. tekin út af dagskrá og tekin fyrir á ný.