29.01.1985
Sameinað þing: 41. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2453 í B-deild Alþingistíðinda. (1950)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. málshefjandi hefur nú gert grein fyrir máli sínu og hæstv. ráðh. svarað ítarlega mörgum spurningum. En það eiga ýmsir fleiri eftir að leggja orð í belg. Það hafa þegar fimm hv. þm. beðið um orðið. Þess vegna þykir rétt að taka það fram að ekki er ætlunin að hafa kvöldfund hér. Það er ætlunin að stefna að því að ljúka fundi fyrir kvöldmat. Þess er vænst að hv. þm. hafi þetta í huga.