31.01.1985
Sameinað þing: 42. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2521 í B-deild Alþingistíðinda. (2010)

200. mál, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Ekki vil ég verða valdur að því að ágreiningur verði um að vísa þessu máli til nefndar. Hins vegar hefur alltaf verið talað um að þetta mál yrði ákveðið hjá fjvn. vegna þeirrar ástæðu að vissulega tengist hún ákvörðun um fjármögnun þessarar uppbyggingar. Mitt mat er að eðlilegra væri að málið færi til fjvn. Ef þd. telur að annað eigi að vera beygi ég mig fyrir því, en málið verður að ná fram.