05.02.1985
Sameinað þing: 44. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2621 í B-deild Alþingistíðinda. (2088)

194. mál, höfundalög

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að skv. þingsköpum á í umr. um fsp. að halda sér við fsp. Það leikur ekki vafi á því. Því miður tíðkast það of mikið að það verða oft og tíðum almennar umr. um fsp. Í þingsköpum segir um þetta efni:

Fsp. skal vera skýr, um afmörkuð atriði eða mál, sem ráðh. ber ábyrgð á, og sé við það miðað, að hægt sé að svara henni í stuttu máli.“