12.02.1985
Sameinað þing: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2836 í B-deild Alþingistíðinda. (2301)

282. mál, hlustunarskilyrði hljóðvarps

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég vil gera aths. við það að ekki skuli vera tekin til umr. fsp. sem er hin næstsíðasta hér á dagskránni að vísu, en varðar þau alvarlegu tíðindi sem við blasa í skólum landsins. Það er fsp. sem hv. þm. Gunnar G. Schram hefur beint til menntmrh. Ég tel með öllu óviðunandi að þetta mál komist ekki á dagskrá. Ég er viss um að þm. hefur leitað eftir því með öðrum hætti að fá þetta mál til umr. ef ekki hefði verið von á því að fsp. kæmi til umr. og gæfi tilefni til umr. um þau alvarlegu mál sem nú blasa við í skólum landsins. Ég óska eftir því að leitað verði eftir því að slík umr. geti farið fram hér í dag.