26.02.1985
Sameinað þing: 54. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3254 í B-deild Alþingistíðinda. (2731)

180. mál, gjaldeyrissala

Fyrirspurnin er þannig:

Hvert var gjaldeyrisútstreymið úr viðskiptabönkunum seinustu fimm dagana fyrir gengisfellinguna síðustu?

Svar:

Gjaldeyrissala viðskiptabankanna í vikunni fyrir gengisbreytinguna, þ.e. 12. til 16. nóvember, var samtals 1203,8 millj. kr. Eftir dögum skiptist gjaldeyrissalan sem hér segir:

12.

nóv.

183,9

millj. kr.

13.

nóv.

175,8

millj. kr.

14.

nóv.

258,0

millj. kr.

15.

nóv.

314,7

millj. kr.

16.

nóv.

271,4

millj. kr.

Samtals

1203,8

millj. kr.

Gjaldeyrissala Seðlabankans þessa daga var 109,8 millj. kr. Samtals var gjaldeyrissalan því 1313,6 millj. kr., þar af vegna greiðslu afborgana og vaxta 368,7 millj. kr. Var gjaldeyrissala þessa daga 31,1% af gjaldeyrissölu nóvembermánaðar.