12.03.1985
Sameinað þing: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3471 í B-deild Alþingistíðinda. (2801)

297. mál, útflutningur landbúnaðarafurða

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Hv. 5. landsk. þm. hefur borið fram fsp. á þskj. 478 sem ég hef fengið eftirfarandi upplýsingar um:

Um 1. spurninguna:

Farmgjöld fyrir afurðir verðlagsárið 1983–1984 námu eftirfarandi: Kaseín, 55.8 tonn, 298.4 þús. kr., ostar, 639.9 tonn, 5 millj. 856.5 þús. kr., ull, 35.9 tonn, 274.9 þús. kr., hrossakjöt, 39.6 tonn, 369.2 þús. kr., sláturhross, 285 stykki, 746.8 þús. kr., sauðfjárafurðir, 4370.7 tonn, 21 millj. 383.7 þús. kr. Samtals eru þetta 5141.9 tonn og farmgjöldin 28 millj. 929.5 þús. eða að meðaltali 5.62 kr. á kíló.

Við 2. spurningu er svarið:

A. Skipadeild SÍS. Taxti þar var 371 dollari per tonn, en umsamið flutningsgjald var 200 dollarar per tonn. Mismunurinn er 171 dollari eða 46 % lækkun á taxta.

B. Hafskip. Taxti var 1. jan. til 15. okt. á s.l. ári 1258 þýsk mörk á tonn og frá 15. okt. til áramóta 1234 þýsk mörk á tonn. Flutningsgjald á frystu kjöti var þó 859 þýsk mörk á tonn. Mismunurinn, lækkun, er 399 þýsk mörk eða um 30% lækkun á taxta.

C. Eimskip. Taxti frá 1. jan. til14. okt. var 1178 þýsk mörk á tonn og frá 15. okt. til ársloka 1234 þýsk mörk á tonn, en umsaminn taxti á tonn er 77% af taxta og afslátturinn þar af leiðandi 23%.

Við 3. og 4. spurningunni eru svörin:

1. Vegna mjólkurafurða: Umboðslaun greidd Sambandi ísl. samvinnufélaga árið 1984 465 312 kr. Umboðslaun greidd Th. Benjamínsson hf. 102 905. Kostnaður mjólkursamlaganna greiddur Osta- og smjörsölunni sf. vegna útflutnings 1984 1 376 842. Vegna útflutnings á kindakjöti, sem var mjög mikill á þessu ári vegna þeirra uppsöfnuðu birgða sem myndast höfðu árið áður, voru umboðslaun til Sambands ísl. samvinnufélaga u.þ.b. 10.5 millj. kr. Aðrir aðilar sem fluttu úr kjöt voru Sláturfélag Suðurlands og Ísmat, en þar mun magnið hafa verið mjög lítið og kostnaðartölur liggja ekki fyrir.

Við 5. spurningunni er svarið:

Útboð hefur farið fram á flutningum, eins og þessar tölur sem ég las benda til, með þeim árangri að flutningsgjaldið er allt niður í það að vera aðeins helmingur af taxta. Sala er opin hverjum sem er á útflutningi búvara. Engar takmarkanir hafa verið að öðru leyti en því að við tilboðum, sem hafa legið langt undir almennu verði, hefur ekki verið talið fært að verða þar sem það skemmir bæði sölumöguleika annarra á sömu mörkuðum og einnig mundi það kalla á meiri útflutningsbótaþörf ef greiða ætti þann mismun að fullu.