02.04.1985
Sameinað þing: 67. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4046 í B-deild Alþingistíðinda. (3361)

375. mál, íhlutun stjórnvalda í kjarasamninga

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Það hefur alllengi verið mikið um það rætt hversu oft stjórnvöld hafa gripið inn í löglega gerða kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með ýmsum hætti og menn um það deilt hversu oft það hefur átt sér stað og með hvaða hætti slíkt hefur verið gert. Mér fannst rétt að gera tilraun til þess að fá upplýsingar um það hversu oft er um að ræða inngrip stjórnvalda í gerða kjarasamninga á vissu árabili og reyna að draga fram í dagsljósið svo að ekki verði bornar brigður á hversu oft.þetta hefur vérið gert og með hvaða hætti slíkt hefur þá átt sér stað. Ég hef því leyft mér að leggja fram á þskj. 596 fsp. til hæstv. forsrh. um íhlutun stjórnvalda í kjarasamninga á vinnumarkaði. Fsp. er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„Hversu oft og með hvaða hætti hafa stjórnvöld gert ráðstafanir á s. l. 15 árum til að breyta launagreiðslum skv. löglega gerðum kjarasamningum á vinnumarkaði?

Óskað er sundurliðunar og dagsetninga á ráðstöfunum hverrar ríkisstjórnar fyrir sig á umræddu tímabili.“