23.04.1985
Sameinað þing: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4504 í B-deild Alþingistíðinda. (3789)

432. mál, hörpudisksmið í Breiðafirði

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Ég vil bara benda á það, herra forseti, að það skiptir að sjálfsögðu meginmáli hvað er veitt og hvað margir bátar stunda veiðarnar. Það er það sem ákveður sóknina.

Hvort þessi vinnslustöðin skuli hafa meira en hin, það er svo annað mál. En það er veiðin sem skiptir meginmáli varðandi nýtingu auðlindarinnar, ekki vinnslustöðvarnar. Þessar vinnslustöðvar eru fyrir hendi og mikið af þeim búnaði sem er notaður við þessa vinnslu nýtist í annarri vinnslu, þannig að fjárfestingin, þó að hún sé alimikil, er ekki jafnmikil og menn vilja oft vera láta.