29.04.1985
Efri deild: 60. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4587 í B-deild Alþingistíðinda. (3874)

323. mál, iðnþróunarsjóðir landshluta

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hv. frsm. iðnn. hefur nú gert grein fyrir ástæðum þess að lagt er til að þessu ágæta og þarfa máli verði vísað til ríkisstj. Ég verð að segja að ég er ekki alls kostar sátt við þessa málsmeðferð því að þetta er hið þarfasta mál. Heldur hefði ég kosið að það færi hér til atkvgr. og þá ef til vill með brtt. sem iðnn. hefði kosið að gera við málið því að eins og hv. frsm. iðnn. benti á er ýmislegt sem þarf að athuga þar nánar. Ég hefði gjarnan viljað sjá þá vinnu lagða fram af nefndinni og skilað hingað inn í þingið. Ég mun því ekki greiða atkvæði með þeirri málsmeðferð að vísa málinu til ríkisstj.