02.05.1985
Sameinað þing: 78. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4678 í B-deild Alþingistíðinda. (3964)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Svohljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík, 2. maí 1985.

Matthías Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum get ég ekki sótt þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna fjarveru 1. varaþm. taki 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, Bragi Michaelsson framkvæmdastjóri, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir svohljóðandi bréf:

„Garðabæ, 26. apríl 1985.

Herra viðskrh., Matthías Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn.

Því miður verð ég erlendis næstu vikur og get því ekki tekið sæti á Alþingi.

Með bestu kveðjum.

Kristjana Milla Thorsteinsson.“

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 2. maí 1985.

Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem Pétur Sigurðsson, 12. þm. Reykv., dvelst nú erlendis og getur ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að ósk hans með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, Geir Hallgrímsson utanrrh., taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Birgir Ísl. Gunnarsson, forseti Nd.

Með því að bæði Bragi Michaelsson og Geir Hallgrímsson hafa áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili sem þm., þá býð ég þá báða velkomna til starfa á ný.