03.05.1985
Neðri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4766 í B-deild Alþingistíðinda. (4012)

243. mál, Veðurstofa Íslands

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. er samið af starfsmönnum samgrn. og veðurstofustjóra, en gildandi lög um þessa stofnun eru frá 1958 og því meira en aldarfjórðungs gömul. Það leiðir af sjálfu sér að full ástæða er til að endurskoða lögin og færa þau til samræmis við nútímaaðstæður.

Frv. hefur verið til meðferðar í hv. Ed. og þar voru gerðar á því nokkrar breytingar, ekki viðamiklar efnisbreytingar heldur fyrst og fremst við uppsetningu frv. sem nefndinni þótti betur fara. Þær breytingar sem Ed. gerði á frv. voru í fullu samráði við samgrh. og var full samstaða í deildinni um afgreiðslu þessa frv.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa lengri framsögu með frv., en legg til að að lokinni þessari umr. verði því vísað til 2. umr. og hv. samgn.