03.05.1985
Neðri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4805 í B-deild Alþingistíðinda. (4058)

77. mál, byggingarlög

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Ég skal ekki tefja þessar umræður. Ég hlýt náttúrulega að fagna þeim áhuga sem hér hefur komið fram á framkvæmd byggingarlaga og lagtæringu á þeim málum. Og ég efast ekkert um einlægan vilja hv. 10. landsk. þm. í þessu máli. En af því hún beindi til mín nokkrum orðum kemst ég ekki hjá að upplýsa það hér að skipulagslögin og byggingarlögin eru í sérstakri endurskoðun í félmrn. og ég vænti þess að fyrir haustþingi liggi endurskoðun á þessum lögum og þá verður væntanlega tækifærið til að leggja meiri áherslu á viss atriði ef þau vantar. En ég bendi á það að framkvæmd á þessum málum er í höndum sveitarfélaga yfirleitt. Það þarf að hyggja vel að lagarammanum sjálfum en reglugerðirnar eru aðalatriðið í framkvæmdinni.