08.05.1985
Neðri deild: 65. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4980 í B-deild Alþingistíðinda. (4243)

424. mál, erfðalög

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég held að þetta mál sé ekki eins einfalt og hv. 10. landsk. þm. vill vera láta. Það er stundum svo í þjóðsögunum þegar menn vilja ráða niðurlögum einnar skessu og höggva af henni hausinn að þá koma tveir hausar í staðinn. Ég held að þingheimur ætti að gæta sín á því að búa ekki til meira ranglæti en fyrir er í þessum efnum.