14.05.1985
Neðri deild: 69. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5241 í B-deild Alþingistíðinda. (4532)

424. mál, erfðalög

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég hafði vænst þess að orðið yrði við þeirri beiðni minni að afgreiðslu málsins yrði frestað þangað til formaður allshn., sem flutti þetta mál, kæmi aftur til þings svo að hægt yrði að fjalla um málið betur þar sem ég tel ýmsum spurningum ósvarað varðandi þessa brtt. og hefði talið ástæðu til þess að frekari efnislegar skýringar gæfust en hv. flm. gaf. Eins og málið liggur fyrir treysti ég mér ekki til að taka afstöðu til málsins og greiði ekki atkv.