01.11.1984
Sameinað þing: 13. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

22. mál, Fiskifélag Íslands

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég hygg að það verði ekki bornar brigður á það, að forseti hafi viljað fyrir sitt leyti ljúka þessari umr. í dag, þ.e. ef henni yrði lokið innan skynsamlegra marka. Nú er svo komið að klukkan er að verða hálfátta og hv. ræðumaður á töluvert eftir að ræðu sinni og einn er á mælendaskrá. Því þykir forseta rétt að fresta þessum fundi og biður hv. ræðumann að fresta ræðu sinni þar sem hann telur að heppilegt sé að fresta henni. Og þá frestum við umr. og fundinum (JBH: Með ánægju, herra forseti.)

Hv. ræðumaður hefur frestað ræðu sinni. Umræðunni er frestað.