06.06.1985
Neðri deild: 85. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5977 í B-deild Alþingistíðinda. (5394)

Um þingsköp

Forseti (Karvel Pálmason):

Vegna ummæla hv. 1. landsk. þm. og raunar fleiri þakkar forseti það traust sem hv. þdm. og ráðherrar virðast til hans bera að ákvarða hér um hluti sem ekki hefur áður verið gert nema í samráði við viðkomandi aðila. En þetta vald mun forseti ekki nota, telji hv. þdm. að hann hafi það, og umræður utan dagskrár munu því aðeins verða að samkomulag sé um það við viðkomandi ráðh. og þess sem eftir því óskar.