07.06.1985
Neðri deild: 90. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6105 í B-deild Alþingistíðinda. (5548)

397. mál, veitinga- og gististaðir

Birgir Ísl. Gunnarsson:

Herra forseti. Iðnn. Nd. hefur fjallað um frv. til laga um breytingu á orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum. Frv. fjallar um tvö meginatriði. Annars vegar sé Orkustofnun sett stjórn, en um það hafa ekki verið ákvæði í lögum áður, heldur hefur stjórn starfað við Orkustofnun skv. sérstakri ákvörðun ráðh. Hitt meginatriðið er að iðnrh. sé heimilt að stofna hlutafélag til að markaðsfæra erlendis þá þekkingu sem Orkustofnun ræður yfir á sviði rannsókna, vinnslu og notkunar jarðhita, vatnsorkurannsókna og áætlunargerðar í orkumálum og á öðrum sviðum eftir því sem fært þykir. Eru nánari ákvæði í lagafrv. um hvernig að slíkri hlutafélagastofnun verði staðið.

Nefndin hefur fjallað um þetta frv., eins og ég sagði áðan, og varð sammála um að leggja til að það verði samþykkt. Undir nál. rita Páll Pétursson, Guðrún Agnarsdóttir, Ingvar Gíslason, Friðrik Sophusson, Gunnar G. Schram, Hjörleifur Guttormsson og Birgir Ísl. Gunnarsson.