18.06.1985
Neðri deild: 102. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6793 í B-deild Alþingistíðinda. (6064)

Um þingsköp

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Áður en gengið er til dagskrár á nýsettum fundi vildi ég eindregið minna á mál sem lítið hefur komið til umræðu. Það er um selveiði. Ég tel það mjög við hæfi að minna á það mál núna eftir þær umræður sem urðu hér í dag, ýmsar upplýsingar um skaðsemi hringormsins og vöxt hans og viðgang í ódrepnum selastofni hér við landið, og ég vil eindregið hvetja forseta til þess að taka þetta mál hér til umræðu þannig að þingið fari ekki heim fyrr en gengið hefur verið frá selnum. (Forseti: Þessi ábending hv. þm. verður tekin til athugunar.)