19.06.1985
Efri deild: 104. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6858 í B-deild Alþingistíðinda. (6168)

456. mál, Byggðastofnun

Frsm. 1. minni hl. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. 8. þm. Reykv. vil ég aðeins gera athugasemd. Hann vildi halda því hér fram að þau mál sem ég nefndi hefðu ekki verið nein sérstök baráttumál Alþfl. Þá vil ég í fyrsta lagi minna á það að fyrr á þessu ári samþykkti flokksstjórn Alþfl. ályktun um byggðamál og stjórnskipun á flokksstjórnarfundi norður á Akureyri þar sem fjallað var um þessi mál. Einnig hafa verið gerðar um þetta ályktanir áður á vettvangi flokksstjórnar og innan flokksins án þess að ég hirði að rekja það eða muni dagsetningar þar um í smáatriðum.

Varðandi hitt málið, um landið eitt kjördæmi, vil ég líka að það komi hér fram í þessum umræðum að í stjórnarskrárnefndinni sem starfaði undir forustu dr. Gunnars heitins Thoroddsens fluttu fulltrúar Alþfl.. þeir Jón Baldvin Hannibalsson og dr. Gylfi Þ. Gíslason. tillögu um landið eitt kjördæmi en sú tillaga hlaut ekki stuðning þar. Ég tel nauðsynlegt vegna ummæla hv. þm. að þetta komi hér fram.