20.06.1985
Efri deild: 107. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7049 í B-deild Alþingistíðinda. (6461)

457. mál, Framkvæmdasjóður Íslands

Frsm. meiri hl. (Guðrún Tryggvadóttir):

Virðulegi forseti. Hv. fjh.- og viðskn. Ed hefur lokið störfum á þessu þingi. Ég vil nota tækifærið til að þakka nm. samstarfið þótt stutt væri. Á síðasta fundi sínum nú í morgun fjallaði nefndin m. a. um frv. til laga um Framkvæmdasjóð Íslands. Algjör samstaða náðist ekki um málið meðal nm. Því mæli ég hér fyrir áliti meiri hl. n. sem mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það kom frá hv. Nd., sbr. þskj. 1394. Eins og menn e. t. v. rekur minni til lagði meiri hl. hv. fjh.- og viðskn. Nd. fram brtt. við 2., 3. og 4. gr. frv. og voru þær till. samþykktar í deildinni átakalaust. Frv. svo breytt er að finna á þskj. 1339. En í ljósi þeirrar staðreyndar að á fundi Sþ. í dag kom greinilega fram að þm. kunna að lesa ætla ég ekki að tíunda þær breytingar frekar.

Undir nál. meiri hl. hv. fjh.- og viðskn. Ed. rituðu hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðrún Tryggvadóttir, Egill Jónsson og Valdimar Indriðason.