21.06.1985
Efri deild: 109. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7094 í B-deild Alþingistíðinda. (6522)

210. mál, selveiðar við Ísland

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Til þess að svara fsp. hv. 5. þm. Norðurl. e.: Það var fyrst og fremst gert vegna þess að það hefur í raun og veru litla þýðingu að vísa málum til nefndar þegar fyrir liggur að málin verða ekki afgreidd á þessu þingi. Við erum á síðustu mínútum þingsins að störfum í hv. Ed. og þess vegna var þetta ákvörðun forseta. Það hefði verið formsatriði að vísa því til nefndar, en ekki raunhæft. Þess vegna gerði forseti það ekki.