12.12.1985
Neðri deild: 26. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (1134)

151. mál, geislavarnir

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. heilbr.- og trn. Nd. um frv. til 1. um geislavarnir. Nefndin skilar sameiginlegu nál. á þskj. 246, en gerir brtt. á þskj. 247. Brtt. lúta að því að setja þessari nýju stofnun stjórn og eru við 4., 5. og 6. gr. frv. Þessar brtt. eru í fyrsta lagi, eins og ég sagði áður, um það að sérstök stjórn sé fyrir stofnuninni, en aðrar brtt. eru brtt. sem af því leiða.

Í grg. er sagt skilmerkilega frá því að hér er á ferðinni löggjöf sem í raun sameinar tvo þætti í íslenskri löggjöf um þetta mál, annars vegar löggjöf um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum, sem er frá 1962, og hins vegar um geislavarnir sem þátt í lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit frá 1982.

Herra forseti. Nefndin er sammála um þær niðurstöður sem birtast á þskj. og leggur til að málið verið samþykkt.