14.12.1985
Sameinað þing: 30. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1601 í B-deild Alþingistíðinda. (1213)

1. mál, fjárlög 1986

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég held að ég þurfi ekki kennslustund frá þessum hv. þm. um hvernig eigi að greiða atkvæði um fjárlög. Þetta er ekki uppákoma. Þetta er aðferð til að flýta fyrir og er alkunnugt bæði í deildum og í Sþ. að heimilt er að láta greiða sérstaklega atkvæði um einstakar greinar frv. Þetta er altíðkað. En vera má að hæstv. varaforseti Ed. hafi aldrei veitt þessu athygli, jafnvel ekki þó að hann hafi sjálfur borið slíkar tillögur upp undir atkvæði þegar hann stjórnar atkvæðagreiðslu í þeirri deild.